• Almennt

Seljandi er 2×2 ehf. (hér eftir seljandi), kt. 601222-2130, Ármúla 24, 108 Reykjavík. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti í netverslun seljanda, www.solifer.is.

Seljandi áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustu. Breytingar eru kynntar á netverslun seljanda, www.solifer.is, með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.

  • Pantanir

Seljandi staðfestir pöntun með tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

 

  • Verð

Verð er alltaf staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

 

  • Skilaréttur

Skilaréttur er 14 dagar frá afhendingu. Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.

 

  • Sendingarkostnaður og afhending

Sendingakostnaður bætist við pöntun áður en greiðslan fer fram. Kostnaður við hverja sendingu reiknast sjálfkrafa í söluferlinu. Jafnframt er mögulegt að sækja pöntun gjaldfrjálst á völdum stöðum.

 

  • Afgreiðsla og afgreiðslutímar

Afgreiðslutími er 3-5 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist.

 

  • Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

  • Lög og varnarþing*

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Governing Law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

  • Covid-19

Við tilkynnum tafir á afhendingu íhluta vegna COVID-19 ástandsins, framleiðsla reiðhjóla hefur tafist og reiðhjól geta verið afhent með breytingum.

 

  • Greiðslumát

Hægt er að greiða með kreditkorti og eftirfarandi samstarfsaðilum:


1. Kreditkort – Hægt er að greiða vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.


2. Greiðsludreifing – Mögulegt er að greiðsludreifa kaupum í samstarfi við eftirfarandi þjónustuaðila: Netgíró, Síminn Pay og Ergo.

Karfan0

Karfa